Tækniframfarir árið 2022

Ólafur Andri Ragnarsson
7 min readJan 7, 2023

--

Myndir búnar til með DALL-E 2. Van Gough málar bíla, kettir að tefla í stíl Picasso og Metaverse.

Sennilega verður árið 2022 minnst sem árið þegar stríð hófst enn einu sinni í Evrópu eða þegar heimsmeistaramótið í fótbolta karla var í desember eða árið sem veiran hætti loksins að skipta máli. En það var margt fleira sem var merkilegt við árið 2022. Hér verður farið yfir það helsta í tækniframförum ársins. Eins og oft áður eru það atriði sem eru hluti af lengri þróun, sumt fékk mikla athygli en annað ekki.

Tæknibólan springur

Þegar markaðir opnuðu á nýju ári 2022, þann 3. janúar, náði virði Apple meira en 3 trilljónum dollara. Það er ekki hægt að átta sig á svona upphæð. Þetta er meira virði en þau hundrað fyrirtæki sem eru í Bresku FTSE vísitölunni [1]. Það var merkileg tilviljun að það var einmitt á sama degi, 45 árum fyrr eða 1977, sem fyrirtækið var stofnað [2].

Virði Apple átti þó eftir að gefa eftir eins og hjá öðrum tæknifyrirtækjum. Árið var almennt erfitt fyrir tæknigeirann, sérstaklega stóru Bandarísku tæknirisana eða „Big Tech“. Eftir mikinn og stöðugan vöxt árum saman með tilheyrandi fjölgun starfsmanna með yfirboðum og ótrúlegum hlunnindum (e. perks), þá snérst allt við á árinu. Það var þó kannski ekki eins og tæknibólan hafi sprungið með hvelli, hún fór frekar að leka og minnkaði verulega. Milljarða virði þurrkaðist út af markaðinum. Fyrirtækin skáru niður og fóru að fækka starfsfólki. Þúsundum var sagt upp á hjá Meta, Amazon og Twitter. Sama átti við flest öll tæknifyrirtæki. Talið er að yfir 120 þúsund manns hafi misst vinnuna á árinu [3].

Metaverse kemst á kortið

Hugtakið „metaverse“ kemst í almenna umræðu. Hugtakið er óskýrt og opið, og að því leiti frekar gagnslaust en hefur þann kost að það lýsir einhverju sem mun koma en við vitum bara ekki hvað eða hvort það sé þegar komið. Fjölmargar skýrnigar eru þó á þessu hugtaki. Margir hugsa um sýndarveruleika, einhvers konar heim þar sem allir eru einhverjir avatarar. Einnig er talað um að vefurinn fari úr tvívídd í þrívídd.

Það sem kom þessu hugtaki á kortið var að árið 2021 varð Facebook að Meta og umræðan um metaverse komst í nýjar hæðir. Þannig hófst nýtt ár með metaverse æði og inn í það blandaðist svo NFT, web3, blockchain og rafmyntir (e. crypto). Rætt var um að þarna væri næsta internet og framtíð vefsins. Metaverse átti að vera opið net af sýndarheimum í þrívídd, dreifðum og samhæfðum, þar sem hver sem er væri með sitt auðkenni og sínar sýndareiginir sem taka mátti frá einum heimi í þann næsta. Það má segja að árið hafi svo endað á því að flestir átta sig á að við eru enn fjarri slíkum heimum. Á árinu 2022 voru þó skref í þessa átt.

Rafmyndir og NFT hrynja

Ein stoðinn í þessum sýndarheimum átti að vera NFT eða non-tangileble token. Það braust út sannkallað NTF æði í lok 2021 og byrjun 2022. Með því að nota bálkakeðjuvettvanga (e. blockchain platforms) var hægt að selja stafræn gögn líkt og rafmyntir eins og bitcoin. Listamenn gátu búið til myndir og selt þær eins og um frummynd væri að ræða. Kaupnadi gæti svo selt myndinar áfram.

Á árinu 2021 var heildarsalan á NFT metin á 25 milljarða dala. Sem dæmi fór Cryptopunk mynd á 23,7 milljón dollara (3,5 milljarðar ISK þegar þetta er skrifað). Dýrasta myndin til einstaklings var á 69,3 milljón dollara og sú dýrasta sem keypt var af stórum hóp náði tæpum 100 milljónum dala. [4] Salan á NFT nær hámarki í september 2021 og fer svo að fjara út og minnkar um 92% þegar komið er fram í maí árið 2022. Bólan hafði sprungið, að minnsta kosti í bili. [5]

Sköpunargervigriend vekur athygli

Á árinu voru miklar framfarir í gervigreind og þá sérstaklega sköpunargervigreind (e. generative AI). OpenAI fyrirtækið hefur hannað gervigreindartækni sem kallast GPT (e. Generative Pre-Trained Transformer). GPT er tungumálalíkan sem byggir á málfarsgreiningu (e. Natural Langugage processing, NLP), það er að skilja ritað mál, og í að búa til samfelldan texta. Þessi líkön eru þjálfuð með risastórum gagnabönkum sem eru texti úr bókum, greinum og vefsíðum, til að skilja munstur og uppbyggingu málsins. Þegar slíkt líkan eða net hefur verið þjálfað getur það búið til texta. [6]

Í nóvember kynnti OpenAI, ChatGPT sem byggir á þessari tækni. Með ChatGPT má slá inn beiðnir eða spruningar og kerfið býr til mjög sannfarandi texta sem svar. Þetta form af gerfigreind felst í því að nota textasetningu til að framleiða eða skapa einhverja afurð, í tilfelli ChatGPT er það texti, en getur einnig búið til ljóð og forrit. [7]

Það var ekki bara texti sem vakti athygli, því fyrr á árinu hafði fyrirtækið kynnt nýja útgáfu af myndframleiðslukerfinu DALL-E 2. Með kerfinu má nota texta til að búa til hágæða myndir. Eins og með ChatGPT er notuð gervitauganet með gríðarlega miklum gögnum. Tauganet sem kallast CLIP er þjálfað til að búa til textalýsingar á myndum. Þær eru svo notaðar til að búa til texta sem framleiðir myndir sem byggjast á textanum. [8][9]

Sem dæmi, eftirfarandi myndir var búnar til af DALL-E 2 og textinn sem notaður var: „Futuristic city with rainbows and unicorns and Hallgrímskirkja in the style of water painting“:

Framtíðarborg með regnboga og einhyrningum og Hallgrímskirkja máluð í vatnslitum

Þessi gervigreindartækni er rétt að byrja og við eigum eftir að sjá framfarir á næstu árum. Frá texta í myndir yfir í kvikmyndir, tónlist og tölvuleiki. Sköpun hefur verið tekin upp á nýtt stig og við þurfum að sjá hverju framvindur næstu ár. Einnig má búast við að rannsóknir og heimildaleit breytist með tólum eins og ChatGPT. Leit eins og á Google fer úr því að fá lista af vefsíðum í samræður við tól sem hjálpar þér að finna það sem leitað er að.

…og svo var það Musk

Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Elon Musk var áberandi á árinu. Í janúar hóf hann að kaupa hlutabréf í Twitter og í apríl var hann orðinn stæðsti hluthafinn með 9.2%. Virði fyrirtækisins jókst verulega þegar þetta spurðist út. Musk var boðin stjórnarseta sem hann afþakkaði. Í stað þess gerði hann yfirtökutilboð með það í huga að taka Twitter af markaði. Eitthvað er óljóst hvort hann vildi standa við það tilboð en á endanum tók hann yfir samfélagsmiðilinn, labbaði inn með eldhúsvask og sagði: „Let that sink in.“ Þá hófust hreinsanir. [10]

Eitt það furðulegasta sem kom út úr þessu ævintýri Musk er hvernig Twitter ritskoðaði ákveðna einstaklinga og bannaði suma. Þarna spilaði pólitík inn og sum umræðuefni komust alls ekki í dreifing þar sem ráðandi öfl bönnuðu umræðuna. Allt þetta er með ólíkindum og það sér ekki fyrir endann á þessu eða hver framtíð Twitter er. Stríðið um skoðanir og tjáningafrelsi virðist halda áfram.

Lokaorð

Margt fleira gerðist á árinu eins og hrun rafmyntarisans FTX, sem í raun var einhver svikamylla sem spilaði inn á ofurvæntingar á rafmyntum. Einnig var James Webb sjónaukinn tekinn í notkun en hann markar þáttaskil í sýn okkar á geiminn. Artemis 1 tunglflauginni var skotið á loft og er upphaf næstu tungláætlunar Bandaríkjanna. Nóbelsverðlaun í eðlisfræði fóru til vísindamanna í skammtafræðum sem sýnir hve framþróun er mikil á því sviði. Og svo var eilífaðarvélin fundin upp, kjarnasamruni. Við eigum þó eftir að sjá hvort það virkar.

Enn eitt merkilegt ár í framþróun heimsins.

Heimildir

[1] J. Eagle, “Apple’s Colossal Market Cap as it Hits $3 Trillion,” Visual Capitalist, Jan. 10, 2022. https://www.visualcapitalist.com/cp/apples-colossal-market-cap-3-trillion/ (accessed Jan. 03, 2023).

[2] “This Day in History For Jan. 3 — BladenOnline.” https://bladenonline.com/this-day-in-history-for-jan-3/ (accessed Jan. 03, 2023).

[3] S. University, “What explains recent tech layoffs, and why should we be worried?,” Stanford News, Dec. 05, 2022. https://news.stanford.edu/2022/12/05/explains-recent-tech-layoffs-worried/ (accessed Jan. 03, 2023).

[4] “Top 10 most expensive NFTs ever sold,” Dexerto. https://www.dexerto.com/tech/top-10-most-expensive-nfts-ever-sold-1670505/ (accessed Jan. 06, 2023).

[5] “The NFT Bubble Has Finally Burst, or Has It?” https://nftevening.com/the-nft-bubble-has-finally-burst-or-has-it/ (accessed Jan. 06, 2023).

[6] “ChatGPT,” Wikipedia. Jan. 06, 2023. Accessed: Jan. 07, 2023. [Online]. Available: https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=ChatGPT&oldid=1131877123

[7] “ChatGPT: Optimizing Language Models for Dialogue,” OpenAI, Nov. 30, 2022. https://openai.com/blog/chatgpt/ (accessed Jan. 07, 2023).

[8] “DALL-E,” Wikipedia. Jan. 03, 2023. Accessed: Jan. 07, 2023. [Online]. Available: https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=DALL-E&oldid=1131393251

[9] “DALL·E: Creating Images from Text,” OpenAI, Jan. 05, 2021. https://openai.com/blog/dall-e/ (accessed Jan. 07, 2023).

[10] “Why Did Elon Musk Walk Into Twitter With a Kitchen Sink? — YouTube.” https://www.youtube.com/ (accessed Jan. 07, 2023).

--

--

Ólafur Andri Ragnarsson
Ólafur Andri Ragnarsson

Written by Ólafur Andri Ragnarsson

Tölvunarfræðingur, fyrirlesari og höfundur bókar um fjórðu iðnbyltinguna: https://www.olafurandri.com/fjorda/

No responses yet